Nálgast Sjálfstæðisflokkinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Breytingartillögur hafa verið gerðar á stjórnarskrárfrumvarpinu til að nálgast sjónarmið Sjálfstæðismanna og eru þær unnar með fullu samþykki flokkanna sem að frumvarpinu standa. Hafa til að mynda þó nokkrar breytingar verið gerðar á auðlindaákvæðinu. Vonast ríkisstjórnarflokkarnir til að í kjölfarið megi afgreiða þau þingmál sem að þörf sé á í næstu viku. Ekki liggur hins vegar enn fyrir hvenær þing muni ljúka störfum.

Þetta kom fram á fundi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Þá hefur einnig verið komið til móts við Sjálfstæðisflokkinn hvað tillögur um breytingar á stjórnarskrá varðar, fjórar umræður verði á þingi hvað slíkar breytingar varðar og ítarlegri skilyrði sett fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sagði forsætisráðherra tillögurnar hafa verið kynntar fyrir sjálfstæðismönnum um helgina og til stæði að flokkarnir funduðu aftur í dag til að fara yfir stöðuna aftur og kanna hvort hægt verði að ná lendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert