Vilja draga úr kostnaði við stjórnlagaþing

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Dregið verður veru­lega úr kostnaði og um­fangi stjórn­lagaþings, miðað við það sem áður var áætlað, sam­kvæmt breyt­inga­til­lög­um sem meiri­hluti stjórn­ar­skrár­nefnd­ar ger­ir við frum­varp um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að stefnt sé að því að af­greiða frum­varpið úr nefnd­inni í dag.

Sér­nefnd um stjórn­ar­skrár­mál hef­ur fjallað um frum­varp um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni en í því er m.a. til­laga um stjórn­lagaþing. Útvarpið sagði að á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær hefði komið til snarpra orðaskipta  og þar hefði Björn Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagt að formaður nefnd­ar­inn­ar, Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, væri gjör­sam­lega óhæf til að leiða starfið.

Björn seg­ir á heimasíðu sinni, að  sjálf­stæðis­menn í nefnd­inni telji vinnu­brögðin þar fyr­ir neðan all­ar hell­ur. Öllum sé ljóst, hve sú meg­in­regla sé mik­ils virði, að sæmi­leg sátt sé milli stjórn­mála­flokka um breyt­ingu á stjórn­ar­skránni, en það viðhorf hafi ekki enn náð til meiri­hlut­ans í sér­nefnd­inni.

Rík­is­út­varpið hef­ur eft­ir Val­gerði, að nefnd­in muni funda í dag og þar sé stefnt að því að af­greiða málið og reynt verði til þraut­ar að ná sam­komu­lagi allra flokka.

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar ger­ir til­lögu um að starfs­tími stjórn­lagaþings verði stytt­ur miðað við upp­haf­legu til­lög­urn­ar og að full­trú­ar þar sitji ekki á þing­inu í fullu starfi. Ekki verði haldn­ar sér­stak­ar kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings held­ur kosið á það um leið og kosið verður til sveita­stjórna á næsta ári.

Áætlað var að kostnaður við stjórn­lagaþing gæti numið allt að 2 millj­örðum króna en nú er að sögn Útvarps­ins giskað á að kostnaður sam­kvæmt breytt­um til­lög­um  geti numið 100-300 millj­ón­um króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert