Árétting um eignaskatt

Vinstri grænir hafa sent frá sér áréttingu vegna umræðu um tillögur flokksins í skattamálum:

„Að gefnu tilefni skal tekið fram að engin áform eru uppi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um að taka aftur upp eignaskatt í fyrri mynd. Hræðsluáróður þess efnis að Vinstri græn hafi í hyggju að leggja á eignaskatt á meðaltekjufólk eða venjulegar eignir er algjörlega úr lausu lofti gripinn. Sú hugmynd hefur hins vegar eðlilega komið upp í grasrót hreyfingarinnar að skoða hvort einhver tegund skattlagningar á mjög tekjuhátt stóreignafólk komi til greina til að mæta þeim mikla fjárlagahalla ríkisins sem fyrirhugaður er á næstu árum. Slíka skattlagningu þyrfti að samræma fjármagnstekjuskatti og annarri skattheimtu sem óhjákvæmilegt er að gera einhverjar breytingar á til að borga þær gríðarlegu skuldir sem landsmenn sitja uppi með eftir efnahagsóstjórn Sjálfstæðisflokksins.“ Nánar á www.vg.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert