Samfylking áfram stærst

Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn um þessar mundir samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Fylgi flokksis mælist nú 29,4%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mælist 27,7% og fylgi Sjálfstæðisflokksins 25,4%.

Er þetta svipað fylgi og mældist í könnun Capacent, sem birtist fyrir viku. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar milli kannana, mælist nú  10,7%. Borgarahreyfingin mælist með 3% fylgi, Fullveldissinnar 1,5% og Frjálslynda flokksins 1,4%. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú  60,6%.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert