Rætt um stjórnarskrá til klukkan 2

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þingfundur stóð á Alþingi til klukkan 2 í nótt en þar fór fram önnur umræða um frumvarp til stjórnskipunarlaga. Enn eru á þriðja tug þingmanna á mælendaskrá um frumvarpið, flest þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem eru algerlega andvígir tillögu í frumvarpinu um stjórnlagaþing.

Fundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan 11 í dag og á umræðan um stjórnlagafrumvarpið þá að halda áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert