22 ára þingferli Valgerðar lokið

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins sat sinn síðasta þing­fund í dag. Val­gerður gef­ur ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu.

Val­gerður kvaddi sér hljóðs í lok þing­fund­ar í dag og til­kynnti að hún hefði setið sinn síðasta fund í söl­um Alþing­is.

Val­gerður á að baki 22 ára þing­setu. Hún hef­ur gegnt þing­flokks­for­mennsku og var ráðherra í tæp 8 ár, fyrst sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra en síðar ut­an­rík­is­ráðherra.

Val­gerður var á leið í fé­lags­málaráðuneytið en ráðherra­skip­an breytt­ist þegar Finn­ur Ing­ólfs­son ákvað að hætta í stjórn­mál­um og láta af ráðherra­embætti og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið kom í hlut Val­gerðar.

„Ég var fyrsta kon­an og vissu­lega var van­trú á að kona gæti gegnt þessu embætti þar sem þetta voru at­vinnu­mál. En raun­in er sú að ég hef alltaf haft gríðarleg­an áhuga á at­vinnu­mál­um. En ég hefði vissu­lega viljað hætta við aðrar aðstæður en eru í þjóðfé­lag­inu í dag, það er viðsjár­verðir tím­ar, því er ekki að neita. En ég er ekki í nokkr­um vafa um að við mun­um vinna okk­ur út úr því. Ég þakka fyr­ir þessi ár og óska Alþingi alls hins best alla tíða,“ sagði Val­gerður í sinni síðustu ræðu úr púlti Alþing­is í dag.

Finnur Ingólfsson afhendir Valgerði lyklavöldin í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu á …
Finn­ur Ing­ólfs­son af­hend­ir Val­gerði lykla­völd­in í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt­inu á gaml­árs­dag 1999.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert