Fær Kraginn þrettánda þingsætið?

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Ef fram heldur sem horfir mun eitt þingsæti færast frá Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi í kosningunum sem áætlaðar eru eftir fjögur ár. Þá munu verða 13 þingsæti í Suðvesturkjördæmi og 8 í Norðvesturkjördæmi.

Í 31. gr. stjórnarskrárinnar og í 9. gr. laga um kosningar til Alþingis segir að ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, séu eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en í einhverju öðru skuli landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun.

Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni eru 58.203 á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis og 21.294 í Norðvesturkjördæmi

Í Suðvesturkjördæmi eru nú 12 þingsæti og að baki hverju og einu þeirra eru því um 4.850 atkvæði. Á hinn bóginn eru aðeins 2.366 atkvæði að baki hverju þeirra 9 þingsæta sem eru í Norðvesturkjördæmi.

Hið sama var uppi á teningnum í kosningum árið 2007 er þingsætum var fækkað í 9 í Norðvesturkjördæmi og fjölgað í 12 í Suðvesturkjördæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert