Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi

Frjálslyndi flokkurinn fær engan þingmann kjörinn í Norðvesturkjördæmi, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallups. Vinstri græn bæta við sig einum þingmanni. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þingmanni og Sjálfstæðisflokkurinn tapar 5% og þar með einu þingsæti. 

Vinstri græn eru stærsti flokkurinn í kjördæminu, skv. niðurstöðum könnunarinnar. Fylgi hans mælist 25,7% nú en var með 16% í síðustu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist með 24,7% en var með 21,2% í síðustu kosningum og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,9% en var með 29,1%. Þá mælist Framsóknarflokkur með 19,5% en var með 18,8%. Allir flokkarnir næðu samkvæmt þessu tveimur mönnum á þing. 

Frjálslyndi flokkurinn mældist með 3,9% fylgi í könnunni en var með  13,6% fylgi í kjördæminu í síðustu kosningum. O-listi Borgarahreyfingarinnar mælist með 1,9% og P-listi Lýðræðishreyfingarinnar með 0,5%

Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 2. til 5. apríl 2009. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert