3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Spár gera ráð fyr­ir að tíu fyr­ir­tæki verði gjaldþrota á dag næstu tólf mánuði, sagði Birk­ir J. Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins við Eld­hús­dagsum­ræður. Ef það geng­ur eft­ir verða 3.500 fyr­ir­tæki sem ekki lifa af. Birk­ir sagði ljóst að rót­tæk­ar aðgerðir þurfi til snúa úr vörn í sókn.

Birk­ir sagði ólíðandi að 18 þúsund ein­stak­ling­ar væru án at­vinnu. Ljóst væri að fast­eigna­verð muni lækka á meðan skuld­ir hækka. Tugþúsund­ir heim­ila munu því keyra í þrot. Hann sagði það blasa við öll­um, sem vildu horf­ast í augu við vand­ann, að rót­tæk­ar lausn­ir þurfi til og það sé vax­andi krafa í sam­fé­lag­inu.

Birk­ir fór einnig yfir skil­yrði flokks­ins við að verja stjórn­ina falli og sagði það sína bjarg­föstu trú og von að komið verði á stjórn­lagaþingi, þrátt fyr­ir and­stöðu Sjálf­stæðis­flokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert