Aðgerðir miða við minni þörf

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Ómar

All­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til aðstoðar heim­il­un­um í land­inu miðast við að þörf­in sé minni en raun­in er, sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi. Bjarni sagði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ósam­mála um margt, nema helst skatta­hækk­an­ir og að gera afla­heim­ild­ir upp­tæk­ar.

Bjarni sagði und­an­farna daga á Alþingi dap­ur­lega, og að brýn­ustu hags­muna­mál­um heim­il­anna sé haldið í gísl­ingu. Hann sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn telja tíma­bært að end­ur­skoða stjórn­ar­skránna, og hafa lagt til breyt­ing­ar á frum­varp­inu sem all­ir flokk­ar ættu að geta sætt sig við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert