Byggja þarf velferðarbrú

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði nýja ríkisstjórn hafa náð miklum árangri, fyrir atvinnulífið og heimilin á undanförnum níu vikum. Á þeim tíma hafi ríkisstjórnin afgreitt 40 frumvörp til Alþingis og því öfugmæli þegar hún er sögð aðgerðarlaus. Byggð verði velferðarbrú með Vinstri grænum.

Jóhanna benti á að fimm verkefni af fimmtíu sem lagt var upp með sætu föst á Alþingi vegna málþófs Sjálfstæðisflokks, málþófs sem engan endi ætli að taka.

Jóhanna sagði vanda þjóðarinnar viðráðanlegan en það þurfi að vinna hratt og örugglega. Byggja þurfi velferðarbrú en brúarsmíðin hafi gengið hægt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Eftir nýtt og kraftmikið ríkisstjórnarsamstarf hafi gengið mun betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert