Fréttaskýring: Með krónuna utan ESB

Umræða um Evr­ópu- og alþjóðamál er kannski ekki eins fyr­ir­ferðar­mik­il og vænta mátti fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Hefði banka­hrunið ekki komið til væri þetta lík­ast til aðal­málið í kosn­ing­un­um og hvort taka ætti upp evr­una. Þess í stað er end­ur­reisn banka­kerf­is­ins og vel­ferð heim­ila og fyr­ir­tækja í önd­vegi kosn­inga­bar­átt­unn­ar, sem verður stutt en snörp eft­ir pásk­ana.

Ef und­an er skil­in Sam­fylk­ing­in setja flokk­arn­ir Evr­ópu­mál­in ekki fremst á odd­inn en þó virðist sem aukið fylgi sé inn­an flokk­anna við að kanna með viðræðum hvað sé í boði hjá Evr­ópu­sam­band­inu og færa niður­stöðu þeirra viðræðna und­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Meðal Vinstri grænna hef­ur þetta verið nefnt sem kost­ur, ekki síst inn­an raða ungliða í þeim flokki. Hvort látið verði reyna á þetta ræðst senni­lega af úr­slit­um kosn­ing­anna.

Eft­ir sem áður er nokk­ur sam­hljóm­ur meðal Sjálf­stæðis­flokks, VG og Frjáls­lynda flokks­ins í Evr­ópu­mál­um, sem telja að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan ESB. Fram­sókn­ar­menn ályktuðu fyrr í vet­ur á flokksþingi sínu að hefja ætti viðræður um ESB-aðild og bera niður­stöðuna und­ir þjóðar­at­kvæði. Fyr­ir viðræðunum eru þó sett ýmis skil­yrði þannig að flokk­ur­inn stíg­ur ekki jafn hröðum skref­um í átt til Evr­ópu og Sam­fylk­ing­in, sem vill hefja viðræðurn­ar án taf­ar og mik­illa tak­mark­ana. At­hygl­is­vert verður að sjá hvernig sá flokk­ur sem­ur við Vinstri græna ef nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­um tekst að ná meiri­hluta eft­ir kosn­ing­arn­ar 25. apríl næst­kom­andi.

Borg­ara­hreyf­ing­in er ekki með Evr­ópu- eða alþjóðamál of­ar­lega á sinni stefnu­skrá, að öðru leyti en því að gefið er und­ir fót­inn með að taka upp ann­an gjald­miðil í banda­lagi við aðrar þjóðir.

Svo virðist sem aðrir flokk­ar séu sam­mála um að krón­an sé gjald­miðill þjóðar­inn­ar næstu miss­er­in, að við séum ekki í standi til að taka upp aðra mynt fyrr en að kreppu lok­inni. Eng­in önn­ur mynt en evr­an er nefnd á nafn og t.d. hvergi að sjá doll­ara eða norsku krón­una á blaði í stefnu­skrám og áhersl­um flokk­anna. Umræða um ein­hliða upp­töku evru hef­ur aft­ur skotið upp koll­in­um í kjöl­far skýrslu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um bága stöðu Mið- og Aust­ur-Evr­ópu­ríkja en full­yrt var á Alþingi í gær að eng­ar slík­ar viðræður hefðu átt sér stað við sjóðinn af hálfu ís­lenskra stjórn­valda.

Áfram sam­starf við NATO

Í áhersl­um í alþjóða- og ör­ygg­is­mál­um er aukið sam­starf við NATO og ná­granna­ríki á norður­slóðum áber­andi hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Fram­sókn­ar­flokkn­um og Sam­fylk­ing­unni. Frjáls­lynd­ir eru var­færn­ari og Vinstri græn­ir vilja nýj­ar áhersl­ur á þessu sviði, þar sem sjón­um Íslands verði beint æ frek­ar að friðar- og um­hverf­is­mál­um á alþjóðavett­vangi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert