Svonefndar eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi kvöld og hefjast klukkan 19:50. Verður þeim útvarpað og sjónvarpað í Ríkisútvarpinu. Meðal ræðumanna verða Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur í síðustu umferð. Þingmaður utan flokka talar síðastur í fyrstu umferð og hefur 6 mínútur.
Fyrir Sjálfstæðisflokk tala í fyrstu umferð Bjarni Benediktsson, í annarri Ragnheiður Elín Árnadóttir en í þeirri þriðju Kristján Þór Júlíusson.
Ræðumenn Samfylkingar eru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson.
Fyrir Framsóknarflokk tala Birkir J. Jónsson, Helga Sigrún Harðardóttir og Höskuldur Þórhallsson.
Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Jón Bjarnason.
Fyrir Frjálslynda flokkinn tala Guðjón A. Kristjánsson, Karl V. Matthíasson og Grétar Mar Jónsson.
Ræðumaður utan flokka, Kristinn H. Gunnarsson, talar í fyrstu umferð.