Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði við eldhúsdagsumræður að Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, hefði lagt fram minnisblað á fundi efnahags- og skattanefndar þar sem hann fór fram á að fjárfestingasamningurinn vegna álvers í Helguvík yrði endurskoðaður til að leggja hærri skatta á verkefnið.
Hún sagði jafnframt að Indriði hefði lagt til að núgildandi lög vegna Reyðaráls yrðu teknar til endurskoðunar, einnig til að hækka skatta á það verkefni.
Ragnheiður sagði ennfremur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ekki að skila árangri. Hún minntist á mikið atvinnuleysi og veikingu krónunnar í þeim efnum. Hún sagði Sjálfstæðisflokk ganga hreint til verks, hafa svarað kalli fólksins um endurnýjun og ætli sér að byggja betra Ísland.