Vilja úr þröngri stöðu í sókn

Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arnar Kristjánsson

Frjálslyndi flokkurinn leggur til að verðtrygging lána verði afnumin frá og með næstu áramótum. Flokkurinn styður ekki álver í hverri höfn en styður allt það sem getur skapað atvinnu næstu árin. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Guðjón Arnar sagði flokkinn oft hafa mælst með lítið fylgi en rifið sig upp í kosningunum. Hann trúir því að sú verði raunin í kosningunum sem framundan eru. Frjálslyndi flokkurinn vill ekki aukna skattlagningu eða niðurskurð í velferðarkerfinu. Hann vill auðlindir í þjóðareigu og aflaheimildir til baka teknar. Hann vill fara úr þröngri stöðu þjóðarbúsins með sókn í framleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert