„Viljum við það aftur sem var, og hrundi, eða viljum annað, betra, manneskjulegra og ekki síst heiðarlegra samfélag?“ Svo spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, við eldhúsdagsumræður í kvöld. Steingrímur sagði ærin verkefni hafa beðið nýrri ríkistjórn en henni hafi tekist á skömmum tíma að koma ótrúlega miklu í verk.
Steingrímur sagði fyrri ríkisstjórn raunar hafa verið óstarfhæfa og að aðgerðarleysi hafi verið aðgerð hjá henni. Í kjölfari fór hann yfir lista af verkefnum sem ríkisstjórnin hefur framkvæmt að undanförnu.