Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Sjálfstæðismenn sem standi í vegi fyrir lýðræðisumbótum með því að tefja stjórnskipunarfrumvarpið. Hann segir stjórnmálin enn í gömlum skotgröfum og það séu vonbrigði yfir höfuð að sjá hvernig þingið starfi.

Hann er óánægður með stjórnarflokkanna þótt hann ætli að styðja stjórnina fram að kosningum. Hann sér þó fyrir sér áframhaldandi samstarf vinstri flokkana eftir kosningar en með þátttöku Framsóknarflokksins.

Framsóknarmenn vilja róttækar aðgerðir og hafa lagt til afskriftir skulda að hluta til og fengið bágt fyrir hjá stjórnarflokkunum. Sigmundur Davíð segist hinsvegar mótfallin frumvörpum ríkisstjónarinnar um greiðsluaðlögun sem Framsóknarmenn styðja nema frekari aðgerðir komi til. Þau séu stórhættuleg ein og sér. Ef þetta sé eina úrræðið skapi það neikvæðan hvata í hagkerfið og geti ýtt undir frekara hrun

Stöð 2 sagði frá þrjátíu milljóna króna styrk frá FL Group til Sjálfstæðisflokksins tveimur dögum áður en nýjar reglur um framlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Sigmundur segir að honum sé brugðið. Hann segist vera að að láta kanna hvernig þessi var farið innan Framsóknarflokksins. Það sé varla út í loftið þegar einn stjórnmálaflokkur fái svona háa upphæð greidda. Það þurfi skýr svör um hversvegna fyrirtækið greiddi þetta fé og afhverju flokkurinn tók við þessu. Honum finnst eðlilegt að peningunum verði skilað í þrotabúið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert