Fréttaskýring: Krafa um aukið lýðræði

mbl.is/Júlíus

Eftir yfirferð yfir stefnuskrár flokkanna um stjórnarskrána og lýðræðisumbætur kunna deilur á Alþingi um stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar að koma einhverjum á óvart. Krafa um aukið lýðræði er uppi eftir bankahrunið og flokkarnir eru greinilega, hver á sinn hátt, að svara því kalli.

Allir flokkar sem bjóða til þings hafa endurskoðun á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins á sinni stefnuskrá. Flokkunum ber saman um að breytingar á stjórnarskrá verði að bera undir þjóðaratkvæði og setja beri lög um slíkar atkvæðagreiðslur. Flestir nefna að styrkja skuli þrískiptingu valdsins og hafa skýrari skil á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. með því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku.

Þegar betur er að gáð og rýnt m.a. í stjórnarskrárfrumvarpið og athugasemdir sjálfstæðismanna við það, kemur ágreiningur um leiðir að sama marki betur í ljós. Aðeins Sjálfstæðisflokkur nefnir ekki stjórnlagaþing á nafn í sinni ályktun af landsfundi og hafa þingmenn flokksins bent á að Alþingi sé að afsala valdi sínu sem stjórnarskrárgjafa til stjórnlagaþings. Einnig skorti á lagalega og pólitíska ábyrgð stjórnlagaþings, skýra þurfi betur hvaða mál séu borin undir þjóðaratkvæði og lágmark um að 15% kjósenda geti farið fram á atkvæðagreiðslu sé of lágt. Þá er málsmeðferðin harðlega gagnrýnd og áhersla verið lögð á að víðtæk sátt skapist á Alþingi um allar breytingar á stjórnarskránni. Miðað við framgang málsins á Alþingi síðustu daga virðist allt benda til að deilur um stjórnarskrána, sem ekki eru nýjar af nálinni, haldi áfram um sinn og verði ekki útkljáðar fyrir þessar kosningar.

Afkvæmi búsáhaldabyltingar

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert