Samfylkingin kynnir kosningastefnu


Samfylkingin lagði í dag fram ítarlega efnahagsstefnu undir kjörorðinu Skal gert – Leiðir jafnaðarmanna  í efnahags,  atvinnu og  velferðarmálum. Segir flokkurinn, að sérfræðingar úr atvinnulífi, háskólum  og verkalýðshreyfingu hafi komið að verkinu.

Meginatriði stefnunnar eru þessi:

  • Bráðaaðgerðir í atvinnumálum
  • Velferðarbrú fyrir heimilin
  • Upptaka evru og stuðningur seðlabanka Evrópu við krónuna fram að því
  • Skapa forsendur fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraðari vaxtalækkun
  • Leggja grunn að stöðugleika, uppbyggingu atvinnulífs og fyrirtækja og bættum lífkjörum  heimila með aðildarsamningi við Evrópusambandið.

Helstu verkefni Samfylkingarinnar í efnahagsmálum á næsta kjörtímabili eru þessi:

  • Aðhald og ábyrgð í fjármálum til að vinna á halla ríkissjóðs. Það þarf að greiða niður skuldir án skattbyrða sem draga úr verðmætasköpun eða bitna á lífskjörum fólks.
  • Traust velferðarbrú - markvissar aðgerðir sem koma heimilunum í landinu yfir tímabil erfiðleikanna.
  • Að ljúka endurreisn fjármálakerfisins þannig að það verði fyllilega í stakk búið til að sinna þörfum fólks og  fyrirtækja í landinu.
  • Að endurheimta traust, innanlands og utan.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert