Styrkir endurgreiddir

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll nýlega.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll nýlega. mbl.is/Heiðar

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur ákveðið að flokk­ur­inn skuli end­ur­greiða 30 millj­óna króna styrk frá FL Group frá því í árs­lok 2006 og jafn­framt hef­ur verið ákveðið að end­ur­greiða 25 millj­óna styrk frá Lands­bank­an­um, sem er frá sama tíma. Seg­ir formaður flokks­ins að þess­ir styrk­ir séu óeðli­lega háir.

Í yf­ir­lýs­ingu frá flokkn­um seg­ir, að nýrri for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi ekki veirð kunn­ugt um fjár­stuðning fyrr­nefndra fyr­ir­tækja og harmi að gengið skuli hafa verið fram með þess­um hætti.

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, að hann hafi kallað eft­ir því að bók­hald flokks­ins frá ár­inu 2006 verði opnað og upp­lýst um öll fjár­fram­lög frá fyr­ir­tækj­um sem séu yfir millj­ón krón­ur.  

Yf­ir­lýs­ing frá Sjálf­stæðis­flokkn­um 

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur ákveðið að flokk­ur­inn skuli end­ur­greiða styrk frá FL Group frá því í árs­lok 2006 og jafn­framt hef­ur verið ákveðið að end­ur­greiða styrk frá Lands­bank­an­um, sem er frá sama tíma.

Sam­tals hljóða þess­ir styrk­ir upp á 55 millj­ón­ir. Sú ákvörðun hef­ur enn­frem­ur verið tek­in að opna bók­hald Sjálf­stæðis­flokks­ins yfir alla styrki lögaðila sem bár­ust á ár­inu 2006 og nema hærri fjár­hæð en einni millj­ón króna.

Nýrri for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins var ekki kunn­ugt um fjár­stuðning fyrr­nefndra fyr­ir­tækja og harm­ar að gengið skuli hafa verið fram með þess­um hætti.

Ný for­ysta legg­ur áherslu á stuðning sinn við nú­gild­andi lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóðenda og upp­lýs­inga­skyldu um þau, en frum­varp þar að lút­andi var lagt fram á Alþingi að frum­kvæði Sjálf­stæðis­flokks­ins í árs­lok 2006 og stóðu for­menn allra stjórn­mála­flokka að því.

Þar er kveðið á um það að fram­lög frá lögaðilum og ein­stak­ling­um megi að há­marki vera 300 þúsund, en mark­miðið með því er að draga úr hættu á hags­muna­árekstr­um og tryggja gagn­sæi í fjár­mál­um stjórn­mála­flokk­anna.

Yf­ir­lýs­ing frá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins:

„Ég harma að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi veitt styrkj­um viðtöku frá ein­stök­um aðilum upp á tugi millj­óna. Það stang­ast gróf­lega á við þau gildi sem ég vil að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn starfi eft­ir.

Ég hef kallað eft­ir upp­lýs­ing­um um bók­hald flokks­ins frá þess­um tíma og kom­ist að þeirri niður­stöðu að tveir styrk­ir sem bár­ust séu óeðli­lega háir, ann­ar­s­veg­ar frá FL Group og hins­veg­ar frá Lands­bank­an­um. Það er niðurstaða nýrr­ar for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins að skila verði þess­um styrkj­um.

Ég hef því kallað eft­ir því að bók­hald flokks­ins frá ár­inu 2006 verði opnað og upp­lýst um öll fjár­fram­lög frá fyr­ir­tækj­um sem eru yfir millj­ón krón­ur.

Ég skora jafn­framt á aðra stjórn­mála­flokka að gera slíkt hið sama í þeim til­gangi að eyða öll­um vafa um óeðli­leg fram­lög í aðdrag­anda laga­setn­ing­ar­inn­ar um fjár­mál stjórn­mála­flokka.

Ég tel þess­ar aðgerðir nauðsyn­legt skref til að fjár­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins séu haf­in yfir vafa og traust ríki í garð flokks­ins. Þetta er liður í nauðsyn­legu upp­gjöri inn­an flokks­ins og und­ir­strik­ar vilja nýrr­ar for­ystu til að ganga hreint til verks í þess­um efn­um sem öðrum."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert