Ekki kjörnir fulltrúar flokksins

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld, að hann hefði aflað sér upp­lýs­inga um að þeir sem óskuðu eft­ir styrkj­um frá FL Group og Lands­bank­an­um hefðu ekki verið kjörn­ir full­trú­ar flokks­ins held­ur menn sem tóku að sér fjár­öfl­un fyr­ir flokk­inn.

Bjarni vildi ekki upp­lýsa hverj­ir hefðu átt þarna í hlut. „Ég tel að það sé á sinn hátt ekki nauðsyn­legt að það verði gert op­in­bert," sagði hann.

Bjarni sagðist vera sár og svekkt­ur yfir mál­inu en ætlaði ekki að láta það beygja sig. „Nú ætl­um við að snúa bök­um sam­an, sjálf­stæðis­menn, og vinna okk­ur út úr þess­ari stöðu," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert