Ekki kjörnir fulltrúar flokksins

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að hann hefði aflað sér upplýsinga um að þeir sem óskuðu eftir styrkjum frá FL Group og Landsbankanum hefðu ekki verið kjörnir fulltrúar flokksins heldur menn sem tóku að sér fjáröflun fyrir flokkinn.

Bjarni vildi ekki upplýsa hverjir hefðu átt þarna í hlut. „Ég tel að það sé á sinn hátt ekki nauðsynlegt að það verði gert opinbert," sagði hann.

Bjarni sagðist vera sár og svekktur yfir málinu en ætlaði ekki að láta það beygja sig. „Nú ætlum við að snúa bökum saman, sjálfstæðismenn, og vinna okkur út úr þessari stöðu," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka