„Eins og hvítþvegin bleyjubörn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist sannfærð um að Sjálfstæðisflokkurinn muni rétta …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist sannfærð um að Sjálfstæðisflokkurinn muni rétta hlut sinn þegar umræðan fer að snúast um hugmyndafræði. mbl.is/Ómar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að niður­stöður skoðana­könn­un­ar Capacent um fylgi stjórn­mála­flokk­anna séu von­brigði fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.  

„Auðvitað eru þess­ar töl­ur von­brigði enda end­ur­spegla þær ekki það sem við höf­um verið að fá úr kosn­ing­um,“ seg­ir Þor­gerður, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 25,7% fylgi á landsvísu, sem er ör­lítið betra fylgi en í síðustu könn­un en þá mæld­ist flokk­ur­inn með 25,4%.

Á bratt­ann að sækja
Þor­gerður seg­ir að það hafi verið á bratt­ann að sækja fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að und­an­förnu. Hún seg­ist hins veg­ar sann­færð um að um leið og umræðan fari að snú­ast um hug­mynda­fræði og stefnu­mál muni flokk­ur­inn rétta hlut sinn. „Mér finnst að Vinstri græn­ir hafi kom­ist al­veg ótrú­lega auðveld­lega frá því hvernig þeir ætli að skera niður. Þeir segj­ast ætla að fara blandaða leið, en hvað þýðir það? Það vita all­ir að þeir ætla að hækka skatta með fulltingi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þeir hafa ekk­ert út­skýrt hvernig þeir ætla að hagræða,“ seg­ir Þor­gerður, en Vinstri græn­ir mæl­ast nú með 26% fylgi á landsvísu.

Hún seg­ir að um leið og menn hætti að beina spjót­um sín­um að Sjálf­stæðis­flokkn­um, hætti að ein­blína á upp­gjör við fortíðina og at­hugi hvaða lausn­ir flokk­arn­ir hafi fram að færa til þess að koma þjóðinni úr erfiðleik­um muni umræðan fara á annað stig. „Fólk þarf að spyrja sig hvaða lausn­ir flokk­arn­ir hafi fram að færa. Lausn­in er ekki fólg­in í því að setja eign­ar­skatta á eldri borg­ara og svo fram­veg­is,“ seg­ir Þor­gerður.

„Það er al­veg ljóst að við þurf­um að hafa mikið fyr­ir því að ná okk­ar gamla fylgi aft­ur. Í ljósi at­b­urða vetr­ar­ins hef­ur spjót­un­um verið beint að okk­ur. Aðrir flokk­ar eins og Fram­sókn, og sér­stak­lega Sam­fylk­ing­in, hafa komið út úr þessu eins og hvítþveg­in bleyju­börn sem hafa ekki komið ná­lægt neinu. Við höf­um farið í okk­ar upp­gjör á heiðarleg­an og op­in­ská­an hátt og við mun­um ganga hreint til verks,“ seg­ir Þor­gerður. Hún seg­ir það með mikl­um ólík­ind­um að Sam­fylk­ing­in hafi kom­ist hjá því að gera upp hlut­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka