Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

„Þetta er auðvitað mjög ánægju­leg vís­bend­ing þó að þetta sé vissu­lega bara skoðana­könn­un. Reynsl­an kenn­ir manni að það þurfi að hafa fyr­ir hlut­un­um og heyja kosn­inga­bar­átt­una af krafti fram á síðasta dag,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um fylgi flokks­ins á landsvísu. Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú með 32,6 pró­senta fylgi, bæt­ir við sig 3,2 pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un Capacent.

Dag­ur seg­ir að Sam­fylk­ing­in sé að njóta þess að rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur hafi látið hend­ur standa fram úr erm­um á sín­um stutta starfs­tíma. Það sé ákall eft­ir áfram­hald­andi ábyrgð og festu við lands­stjórn­ina. Síðan skipti máli að Sam­fylk­ing­in er búin að leggja fram skýra sýn á það hvernig hægt sé að ráða fram úr mál­um og kom­ast sem þjóð út úr krepp­unni.

„Við höf­um með öðrum orðum framtíðar­sýn og kosn­ing­ar snú­ast ekki síst um framtíðina. Það er það er­indi sem við eig­um núna við óákveðna kjós­end­ur og fólkið í land­inu, að tala fyr­ir þess­ari sýn. Við vor­um að gefa hana út á bók í gær, efna­hags­áætl­un­ina okk­ar og þó að þetta séu fín­ar töl­ur þá held ég að við eig­um ennþá eft­ir að ræða við ýmsa sem ég vona að muni slást í för með okk­ur fram að kosn­ing­um,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert