Samfylking eykur forskot sitt

Sam­fylk­ing­in mæl­ist enn stærst ís­lenskra stjórn­mála­flokka, með 32,6 pró­senta fylgi, sam­kvæmt könn­un, sem Capacent Gallup gerði fyr­ir Rík­is­út­varpið og Morg­un­blaðið um fylgi flokk­anna á landsvísu. Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig 3,2 pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un Capacent í lok mars.

Held­ur dreg­ur sund­ur með stjórn­ar­flokk­un­um. Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð mæl­ist nú með 26 pró­senta fylgi, sem er 1,7 pró­sent­um minna en í síðustu könn­un Capacent.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 25,7 pró­senta fylgi sem er lítið breytt frá síðustu könn­un, þá mæld­ist fylgi flokks­ins 25,4 pró­sent.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist nú 9,8 pró­sent en mæld­ist 10,7 pró­sent í lok mars.

Borg­ara­hreyf­ing­in virðist sækja í sig veðrið, mæl­ist nú með 3,6 pró­senta fylgi en mæld­ist með 3 pró­sent í síðustu könn­un Capacent.

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mæl­ist nú með 1,1 pró­sent fylgi en var með 1,4 pró­sent í síðustu könn­un og P-listi Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ist með 0,8 pró­senta fylgi. Aðrir flokk­ar mæl­ast með 0,2 pró­senta fylgi.

40 þing­manna meiri­hluti

Sam­kvæmt þess­um niður­stöðum fengi Sam­fylk­ing­in 22 þing­menn og VG fengi 18 þing­menn. Stjórn­ar­flokk­arn­ir fengju því sam­tals 40 þing­menn sem verður að telj­ast nokkuð traust­ur meiri­hluti. Sjálf­stæðis­flokk­ur fengi 17 þing­menn og Fram­sókn­ar­flokk­ur 6. Aðrir flokk­ar ná ekki manni inn á þing sam­kvæmt könn­un Capacent.

Mark­tæk­ur mun­ur milli kynja

Mark­tæk­ur mun­ur er á stuðningi kynj­anna við flokk­ana. Mun fleiri karl­ar styðja Fram­sókn­ar­flokk, Sjálf­stæðis­flokk og Borg­ara­hreyf­ing­una en fleiri kon­ur styðja Sam­fylk­ing­una. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á stuðningi kynj­anna við Vinstri hreyf­ing­una grænt fram­boð.

Óákveðnum fækk­ar

Sam­kvæmt könn­un Capacent fækk­ar þeim sem eru óákveðnir eða neita að svara. Nú segj­ast 7,6 pró­sent vera óákveðnir eða neita að svara en voru 9,4 pró­sent í lok mars.

Þá segj­ast held­ur færri ætla að skila auðu eða 9,8 pró­sent en 12,4 pró­sent sögðust í lok mars ætla að skila auðu.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina svipaður

Stuðning­ur við rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna er svipaður nú og var í könn­un Capacent í lok mars. Nú segj­ast 59,2 pró­sent styðja rík­is­stjórn­ina, 40,8 pró­sent segj­ast ekki styðja stjórn­ina. Í mars sögðust 60,6 pró­sent styðja stjórn­ina en 39,4 pró­sent svöruðu spurn­ing­unni neit­andi.

Af þeim sem segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina eru 66 pró­sent kvenna en 53 pró­sent karla. Þá er stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina meiri meðal eldra fólks.

Fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar

Um er að ræða net- og síma­könn­un sem Capacent Gallup gerði dag­ana 1. – 7. apríl. Úrtakið í net­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr viðhorfa­hópi Capacent Gallup en úr­takið í síma­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Heild­ar­úr­taks­stærð var 3483 manns 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 61,6%.

Fylgistöl­ur eru reiknaðar út frá svör­um við þrem­ur spurn­ing­um:  „Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“  Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokk­ur eða listi yrði lík­leg­ast fyr­ir val­inu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er lík­legra að þú kys­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern hinna flokk­anna?“ Fyr­ir þá sem sögðu lík­legra að þeir kysu ein­hvern hinna flokk­anna voru reiknaðar út lík­ur þess að þeir myndu kjósa hvern flokk, út frá svör­um þeirra sem tóku af­stöðu í fyrstu tveim­ur spurn­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert