Bjarni átti fund með Guðlaugi

Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Bylgjunni í hádeginu að hann hafi átt fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um styrkjamál flokksins.

Þeir hafi farið yfir málið og skipst á skoðunum á hreinskiptinn hátt. Hann hafi enga ástæðu til annars en að trúa flokksbróður sínum. Hann vilji þó ekki tjá sig nánar um innihald samræðna þeirra en hvetji Guðlaug til að koma fram í fjölmiðlum og skýra sína hlið þess. Þá gagnrýnir hann að frétt Morgunblaðsins um málið skuli ekki hafa verið borin undir Guðlaug áður en hún var birt

Guðlaugur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki hafa beðið fyrirtæki eða einstaklinga um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn eins og haldið var fram í frétt Morgunblaðsins um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert