Framhaldið í höndum formannsins

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst hálf sex í kvöld, lauk fyrir skemmstu. Á fundinum var rætt um styrkveitingar FL Group og Landsbankans og upp á samtals 55 milljónir og hvernig staðið var að þeim.

Fundinn sátu allir þingmenn flokksins sem voru í bænum. Engar ákvarðanir voru teknar á þeim fundi, en þingmenn flokksins samþykktu að framhald málsins yrði í höndum formanns flokksins.

Í samtali við mbl.is að fundi loknum sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að enn væri verið að fara yfir atburðarásina í málinu og vildi að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það voru sem óskuðu eftir styrkveitingunni á sínum tíma. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrr í kvöld upplýsti Bjarni að hann vissi hverjir það væru og tók fram að hann myndi upplýsa um það síðar. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er óánægja innan þingmannahópinn með að málið skuli enn ekki hafa verið til lykta leitt. Þingmenn eru hins vegar ánægðir með þau skref sem stigin hafa verið í því að opna bókhald flokksins og gefa upplýsingar um fjármálin hjá flokknum.  „Menn eru þeirrar skoðunar að best sé að þessi mál séu öll uppi á borðinu,“ segir einn þingmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert