Framhaldið í höndum formannsins

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Þing­flokks­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hófst hálf sex í kvöld, lauk fyr­ir skemmstu. Á fund­in­um var rætt um styrk­veit­ing­ar FL Group og Lands­bank­ans og upp á sam­tals 55 millj­ón­ir og hvernig staðið var að þeim.

Fund­inn sátu all­ir þing­menn flokks­ins sem voru í bæn­um. Eng­ar ákv­arðanir voru tekn­ar á þeim fundi, en þing­menn flokks­ins samþykktu að fram­hald máls­ins yrði í hönd­um for­manns flokks­ins.

Í sam­tali við mbl.is að fundi lokn­um sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að enn væri verið að fara yfir at­b­urðarás­ina í mál­inu og vildi að svo stöddu ekki gefa upp hverj­ir það voru sem óskuðu eft­ir styrk­veit­ing­unni á sín­um tíma. Í kvöld­frétt­um Sjón­varps­ins fyrr í kvöld upp­lýsti Bjarni að hann vissi hverj­ir það væru og tók fram að hann myndi upp­lýsa um það síðar. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er óánægja inn­an þing­manna­hóp­inn með að málið skuli enn ekki hafa verið til lykta leitt. Þing­menn eru hins veg­ar ánægðir með þau skref sem stig­in hafa verið í því að opna bók­hald flokks­ins og gefa upp­lýs­ing­ar um fjár­mál­in hjá flokkn­um.  „Menn eru þeirr­ar skoðunar að best sé að þessi mál séu öll uppi á borðinu,“ seg­ir einn þingmaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka