Gréta tekur við af Andra

Gréta Ingþórsdóttir
Gréta Ingþórsdóttir

Gréta Ingþórsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins af Andra Óttarssyni, sem tilkynnti afsögn sína í dag. Frá þessu er greint á Vísi.is. Mun hún hafa verið ráðin fram yfir kosningar. Gréta var aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra frá árinu 2007 til 2009. Hún var áður framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka