10 fyrirtæki veittu yfir 1 milljón

Allir viðskiptabankarnir styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.
Allir viðskiptabankarnir styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.

Tíu fyr­ir­tæki veittu Sjálf­stæðis­flokkn­um styrki yfir eina millj­ón króna á ár­inu 2006 sam­kvæmt yf­ir­liti, sem flokk­ur­inn birt­ir á heimasíðu sinni í dag. Stærstu styrk­irn­ir eru frá FL Group, 30 millj­ón­ir króna, og Lands­bank­an­um 25 millj­ón­ir króna en einnig er þar skráður ann­ar 5 millj­óna króna styrk­ur frá bank­an­um og einnig 5 millj­óna króna styrk­ur frá Glitni og 4 millj­óna styrk­ur frá Kaupþingi.

Yf­ir­litið er eft­ir­far­andi:

Ex­ista hf. 3 millj­ón­ir
FL-Group hf. 30 millj­ón­ir 
Glitn­ir banki hf. 5 millj­ón­ir
KB-banki hf. 4 millj­ón­ir
Lands­banki Íslands hf. 5 millj­ón­ir
Lands­banki Íslands hf. 25 millj­ón­ir
MP-Fjár­fest­ing­ar­banki 2 millj­ón­ir
Straum­ur-Burðarás hf. 2,5 millj­ón­ir
Trygg­inga­miðstöðin 2 millj­ón­ir
Þor­björn hf. 2,4 millj­ón­ir

Sam­tals eru þetta 80,9 millj­ón­ir króna.

Á heimasíðu flokks­ins seg­ir, að fram­lag frá Lands­bank­an­um upp á 5 millj­ón króna hafi þegar verið safnað og greitt inn á reikn­ing flokks­ins þegar að seinna fram­lagið barst. Flokk­ur­inn telji að upp­hæð fyrra fram­lags­ins sé inn­an eðli­legra marka og verði það því ekki end­ur­greitt.

Heimasíða Sjálf­stæðis­flokks­ins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert