Skeytasendingar á vefsíðum

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Sveini Andra Sveinssyni, hæstaréttarlögmanni, tóninn á vefsíðu sinni en Sveinn Andri hafði áður fjallað um styrkjamál Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni. 

Björn segir að Sveinn Andri taki upp þykkjuna fyrir Guðlaug Þór Þórðarson á Facebook-síðu sinni og segi:

„Hið rétta er að GÞÞ lá spítala vegna brunasára á þessum tíma. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar voru hjá xD á þessum tíma og báðu núv. og fyrrv. framkvstj xD GÞÞ og aðra fulltrúa flokksins að leggja fjáröflun lið. GÞÞ hringdi í 2-3 kunningja sína í viðskiptalífinu og bað þá um að safna e-m peningum og snúa sér með það til skrifstofu flokksins. Meiri voru ekki hans afskipti. Agnes Bragadóttir vann í árafjöld undir stjórn björns Bjarna og er mjög partial þegar kemur að foringjum xD. Henni er bara illa við GÞÞ eftir að hann lagð vin hennar BB að velli. Og NB - hún hringdi ekki einu sinni í GÞÞ til að bera undir hana "skúbbið" - það hentaði ekki hennar hagsmunum. Féll á inngangsprófi í blaðamennsku.“

Um þetta segir Björn: „Agnes Bragadóttir vann aldrei undir minni stjórn á Morgunblaðinu. Ég stjórnaði erlendu fréttadeildinni og skrifaði ritstjórnardálka.  Sé annað í þessum skrifum Sveins Andra reist á jafntraustum grunni og þessar fullyrðingar hans um stjórn mína á Agnesi, gef ég ekki mikið fyrir sannleiksást hans. Hvers vegna ætli Sveinn Andri hafi ekki borið þessar fullyrðingar undir mig, áður en hann setti þær á prent? Sveinn Andri fellur á eigin bragði.

Vefsíða Björns Bjarnasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert