Subbuskapur í kringum styrkveitingar

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Tryggvi Þór Herbertsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í væntanlegum alþingiskosningum, segir á vefsíðu sinni, að það sé ömurlegt að þurfa að horfa upp á subbuskapinn sem virðist hafa viðgengist í kringum FL- og Landsbankastyrkina til flokksins síns.

„Ég heimta að allir þeir sem stóðu að þessum gjörningum stigi fram og taki ábyrgð - strax. Fyrr mun gæfan ekki snúast á sveif með okkur sjálfstæðismönnum," segir Tryggvi Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka