Það þarf að upplýsa alla atburðarásina

Dögg Pálsdóttir.
Dögg Pálsdóttir.

Dögg Pálsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn sé of mikill vandræðagangur af hálfu Sjálfstæðisflokksins vegna ofurstyrkjanna, sem flokkurinn fékk kortéri áður en löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka tók gildi.  Þeim vandræðagangi þurfi að linna og upplýsa alla atburðarásina vegna þessara ofurstyrkja. 

Dögg segir á bloggsíðu sinni, að í því felist að upplýsa þurfi:

  • Hverjir ákváðu að óska ætti eftir þessum styrkjum.
  • Hverjir vissu um þá ákvörðun.
  • Hverjir óskuðu eftir styrkjunum í nafni Sjálfstæðisflokksins.
  • Við hvaða einstaklinga var talað hjá þeim fyrirtækjunum sem styrkina veittu.
  • Hverjir vissu um móttöku flokksins á þessum styrkjum.

Þegar þessi atburðarás liggi skýr fyrir verði unnt að meta hvort einhverjir þurfi að axla ábyrgð vegna málsins.

Bloggsíða Daggar Pálsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka