Kjartan vill ekki upplýsa hverjir leituðu styrkja

Kjartan Gunnarsson
Kjartan Gunnarsson mbl.is/Ómar

Kjart­an Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist vita hverj­ir höfðu milli­göngu um að fá styrki frá FL Group og Lands­bank­an­um. Hann vill ekki upp­lýsa hverj­ir það voru. Hann seg­ir að þeir eigi sjálf­ir að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Kjart­an seg­ir að með af­sögn Andra Ótt­ars­son­ar sem fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks hafi ekki all­ir enn axlað ábyrgð í styrk­veit­inga­mál­inu. 

„Það ligg­ur fyr­ir að Andri hafði ekki milli­göngu um þetta. Það ligg­ur auðvitað fyr­ir yf­ir­lýs­ing Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins, þar sem hann tek­ur hina póli­tísku ábyrgð á þess­ari ákvörðun. En ennþá hef­ur það ekki komið fram hverj­ir það voru sem höfðu sam­band við þessi tvö fyr­ir­tæki, FL Group og Lands­bank­ans,“  sagði Kjart­an.

Kjart­an upp­lýsti að hann hefði haft aðstöðu til þess að kynna sér það hvernig málið bar að í Lands­bank­an­um. „Og það bar ekki að með þeim hætti að Andri Ótt­ars­son hefði sam­band við Lands­bank­ann,“ sagði Kjart­an og tók fram að hann gæti ekki upp­lýst um nöfn á því fólki í því sam­bandi. Spurður hvort hann hafi komið þar að nærri svaraði hann því neit­andi.

„Ég hef greint for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins frá því hvernig þetta mál bar að í Lands­bank­an­um,“ sagði Kjart­an og tók fram að sú skylda hvíldi fyrst og fremst á þeim sem höfðu sam­band við Lands­bank­ann og önnuðust málið fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að skýra frá mál­inu. „Þeir vita það sjálf­ir og þeim ber að skýra frá því. Ég vil að þeir sem gerðu það fái kost á því að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um sjálf­ir.“

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks sitja nú á fundi þar sem málið er rætt. Í sam­tali við kvöld­frétt­ir Rík­is­sjón­varps­ins sagðist Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, vita hverj­ir hafi leitað eft­ir um­rædd­um styrkj­um frá FL Group og Lands­bank­an­um. Spurður hverj­ir það væru seg­ist Bjarni ekki vilja upp­lýsa það að svo stöddu, en að hann muni grein­ar frá því síðar. 

Bjarni Benediktsson
Bjarni Bene­dikts­son mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert