Allt komið fram sem máli skiptir

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að hann telji að allt sé nú komið fram í styrkja­mál­inu, sem máli skipt­ir fyr­ir flokks­menn.

En fyrr í dag sendu Steinþór Gunn­ars­son og Þor­steinn Jóns­son frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kom að þeir hefðu haft sam­band við Lands­bank­ann og FL Group og óskað eft­ir styrkj­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. 

Bjarni sagði að sér þætti mestu skipta að fyrr­ver­andi formaður flokks­ins hafi stigið fram og axlað ábyrgð á því að hafa veitt styrkj­un­um viðtöku. En umræðan beri merki þess að mik­il tor­tryggni sé í loft­inu og menn vilja fá að vita öll smá­atriði. Þeir sem sinni fjár­öfl­un fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og aðra flokka séu venju­lega ekki í op­in­berri umræðu. Bjarni sagði, að í þessu máli hefði verið mik­il­vægt að fram kæmi hverj­ir ættu í hlut og nú hefði það gerst.

Þegar Bjarni var spurður hvort málið hefði ekki skaðað flokk­inn mikið sagðist Bjarni hafa lagt sitt að mörk­um til að hreinsa það upp. „Ég held að við mun­um auðveld­lega á næstu dög­um ná að hreinsa þetta upp," sagði Bjarni og bætti við að nú væri verk­efnið að end­ur­vekja traust á Sjálf­stæðis­flokkn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert