Fundartíminn einsdæmi

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Ómar

Þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna kom sam­an í gær vegna styrkja­máls­ins. Seg­ir Björn Bjarna­son, þingmaður flokks­ins, á heimasíðu sinni að það sé lík­lega eins­dæmi að þing­flokk­ur­inn hafi haldið fund á föstu­dag­inn langa.

Á fund­in­um var Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins, veitt umboð til að grípa til þess, sem hann teldi nauðsyn­legt til að vinna flokk­inn frá nú­ver­andi stöðu.

Björn vís­ar til þess, að Kjart­an Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafi í gær komið fram í fjöl­miðlum og sagst vita hverj­ir það voru á veg­um flokks­ins, sem leituðu eft­ir styrkj­um frá FL Group og Lands­banka Íslands. Hvatti hann þá til að segja til nafns.

Í frétt­um Bylgj­unn­ar í dag var haft eft­ir heim­ild­ar­mönn­um úr innsta hring Sjálf­stæðis­flokks­ins, að Kjart­an hafi vitað af styrkj­un­um þegar þeirra var aflað í lok árs 2006. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert