Fundartíminn einsdæmi

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Ómar

Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í gær vegna styrkjamálsins. Segir Björn Bjarnason, þingmaður flokksins, á heimasíðu sinni að það sé líklega einsdæmi að þingflokkurinn hafi haldið fund á föstudaginn langa.

Á fundinum var Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, veitt umboð til að grípa til þess, sem hann teldi nauðsynlegt til að vinna flokkinn frá núverandi stöðu.

Björn vísar til þess, að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi í gær komið fram í fjölmiðlum og sagst vita hverjir það voru á vegum flokksins, sem leituðu eftir styrkjum frá FL Group og Landsbanka Íslands. Hvatti hann þá til að segja til nafns.

Í fréttum Bylgjunnar í dag var haft eftir heimildarmönnum úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, að Kjartan hafi vitað af styrkjunum þegar þeirra var aflað í lok árs 2006. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert