Árið 2006 fékk VG styrk frá Samvinnutryggingum að upphæð eina milljón króna. Frá þessu er greint í áritun stjórnar í ársreikningi það ár. Áður en lög um fjármál stjórnmálaflokka voru samþykkt unnu Vinstri græn eftir eigin reglum; að öll fjárframlög yfir hálfa milljón króna skyldu birt í ársreikningi, þ.e. hver gaf og hversu mikið. Er þetta tilvik eina tilvikið þar sem er um slíkt að ræða.
Frá þessu er greint á heimasíðu VG. Þar segir að VG hafi verið með opið bókhald frá upphafi og kynnt ítarlega reikninga á landsfundi, frá 2003 látið löggilta endurskoðendur árita reikninga flokksins og hefur birt þá á vefnum, sett kjörnum fulltrúum siðareglur og birt upplýsingar um öll fjárhagsleg tengsl kjörinna fulltrúa og nú einnig frambjóðenda.