Söfnuðu fé fyrir flokkinn

Steinþór Gunn­ars­son, ráðgjafi, og Þor­steinn Jóns­son, stjórn­ar­formaður Víf­il­fells, hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir segj­ast hafa tekið þátt í því að safna fé fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í des­em­ber 2006 eft­ir hvatn­ingu Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar.

Hafi Steinþór haft frum­kvæði að því að fá styrk hjá Lands­bank­an­um og Þor­steinn leitaði til FL Group. Þor­steinn var vara­formaður stjórn­ar FL Group þegar þetta var og Steinþór stýrði verðbréfamiðlun Lands­bank­ans.

Segja þeir aðkomu sína að söfn­un­inni hafa haf­ist þegar Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður, hafði sam­band við þá og upp­lýsti að fjár­hags­staða Sjálf­stæðis­flokks­ins væri mjög bág­bor­in.

Yf­ir­lýs­ing Steinþórs Gunn­ar­son­ar og Þor­steins Jóns­son­ar er svohljóðandi:

„Við und­ir­ritaðir átt­um þátt í því að safna fé fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í des­em­ber 2006. Aðkoma okk­ar að söfn­un­inni hófst þegar Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður, hafði sam­band við okk­ur og upp­lýsti að fjár­hags­staða flokks­ins væri mjög bág­bor­in. Hann hvatti okk­ur til að leggja flokkn­um lið og safna fjár­mun­um fyr­ir hann, en hafði ekki frek­ari af­skipti af mál­inu eft­ir það.
 
Við höf­um starfað inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins til ára og ára­tuga og þótti okk­ur því sjálfsagt og eðli­legt að verða við kall­inu um að leggja flokkn­um lið. Við höfðum því sam­band við fjölda fyr­ir­tækja í leit að styrkj­um, með mis­mun­andi ár­angri.
 
Und­ir­ritaður, Steinþór Gunn­ars­son, hafði frum­kvæði að því að óska eft­ir styrk frá Lands­banka Íslands og und­ir­ritaður, Þor­steinn Jóns­son, hafði frum­kvæði að því að óska eft­ir styrk frá FL Group. Það var að sjálf­sögðu á for­ræði þess­ara fyr­ir­tækja að ákveða end­an­lega hversu háan styrk þau vildu veita.
 
Þess­ir styrk­ir, sem og aðrir sem við öfluðum, voru síðan greidd­ir inn á reikn­ing Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það var á ábyrgð flokks­ins að veita þess­um fjár­mun­um viðtöku, enda hef­ur það komið skýrt fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­manns hans.
 
Ýmsir aðilar hafa reynt að gera þessa at­b­urðarás tor­tryggi­lega. Við hörm­um það. Við vor­um ein­ung­is að leggja Sjálf­stæðis­flokkn­um lið í mikl­um fjár­hagserfiðleik­um og lögðum okk­ur alla fram í þeim til­gangi.
 
Með yf­ir­lýs­ingu þess­ari höf­um við gert grein fyr­ir okk­ar þætti í þessu máli og mun­um ekki tjá okk­ur frek­ar um það.
 
Reykja­vík, 11. apríl 2009,
Steinþór Gunn­ars­son
Þor­steinn Jóns­son“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert