Taka á móti sjálfstæðismönnum

Lýðræðishreyfingin xP hefur safnað tilskyldum fjölda meðmælenda og frambjóðenda í öllum kjördæmum landsins og verða framboðslistar lagðir fram á þriðjudag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Ástþór Magnússon, einn stofnenda og frambjóðenda Lýðræðishreyfingarinnar. 

„Vilji er fyrir því í Lýðræðishreyfingunni að hliðra til á einstökum framboðslistum til að opna sæti og möguleika fyrir sjálfstæðismenn sem vilja snúa við blaðinu og taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland með heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum.

Þeim sjálfstæðismönnum sem ofbýður spillingin innan gömlu flokkanna og vilja byggja upp nýtt og betra stjórnmálaafl er bent á að hafa samband við Lýðræðishreyfinguna," segir m.a. í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka