Alþingi saman á ný

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis.
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn

Alþingi kemur saman á ný á morgun eftir páskafrí og hefur forseti Alþingis, Guðbjartur Hannesson, boðað formenn þingflokka á sinn fund klukkan 12:45. Einungis tólf dagar eru til kosninga.

Klukkan 13:30 situr Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert