Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt alvarlegri ásakanir í pólitík síðari ára en orð Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa sem telur ofurstyrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins vekja upp spurningar um mútur.
Þorgerður Katrín segir, að Svandís verði að leggja fram sannanir þar sem hún sé að væna, ekki bara tvö borgarfulltrúa um þetta heldur einnig formann Sjálfstæðisflokksins. Hún segir styrkina óverjandi og óafsakanlega en fjölmiðlamenn og Svandís Svavarsdóttir séu að drepa pólitíkinni á dreif. Ekki megi ræða pólitísk mál eins og atvinnuleysi og gengisfall, það sé þægilegt að beina sjónum að Sjálfstæðisflokknum þegar menn hafi engin svör við þessum spurningum.
Sjá MBL sjónvarp.