Einar Kr.: Stunda blekkingarleik

Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Kristinn Guðfinnsson

„Það er stórfurðulegt að fjölmiðlar og stjórnmálamenn reyni að tengja saman fjárhagsstyrk FL group til Sjálfstæðisflokksins og þær hugmyndir sem uppi voru um að sameina REI ( dótturfélag Orkuveitu Reykjavikur ) og Geysi Green energy, sem FL group átti stóran hlut í. Þeir sem svoleiðis iðju stunda eru í blekkingarleik," skrifar Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á vef sinn.

„Vísvitandi blekkingarleik þegar í hlut eiga Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson, sem láta í þessu máli tilganginn helga meðalið og dósera af fullkomnu virðingarleysi fyrir staðreyndum um málið.

Verra er og óskiljanlegra er hins vegar að hlýða á fimbulfamb ágæts prófessors og fréttakonu á RÚV sem setti saman dæmalausa dellu um þetta mál í útvarpinu á páskadagskvöld. Samsæriskenningarnar sem þá dundu á hlustum okkar útvarpshlustenda voru fáránlegar. Skrýtið er að þessi ágæta fréttakona fjallaði um málið á sínum tíma og hefði því átt að vita betur," skrifar Einar.

Einar segir að það sé eins og það hafi farið framhjá þessu ágæta fólki að það voru sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem stoppuðu þennan samruna dótturfyrirtækis Orkuveitunnar og fyrirtækis á vegum FL group. Þá voru þeir úthrópaðir fyrir tiltækið og Björn Ingi Hrafnsson sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, svo svekktur var hann yfir því að geta ekki sameinað REI og Geysi Green.

Sjá pistil Einars Kr. Guðfinnssonar í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert