Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hefði það horft öðruvísi við. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.