Kom SUS í opna skjöldu

Þórlindur Kjartansson
Þórlindur Kjartansson

„Þetta er þannig í stjórnmálaflokki að ef formaðurinn tekur ákvörðun um að taka við styrkjum þá er það á hans ábyrgð og hún dreifist ekkert meira að mínu mati,“ segir Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, um styrkjamál Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir málið hafa komið SUS í opna skjöldu, en þar telji menn að rétt hafi verið brugðist við. „Við erum auðvitað ekki sátt, hvorki við þetta mál né að tekið hafi verið við svona háum styrkjum, en við breytum ekki í dag því sem gerðist 2006. Nú liggur fyrir að það eigi að endurgreiða styrkina, upplýsa hverjir öfluðu þeirra og hverjir samþykktu að taka við þeim. Þá er í raun ekkert meira hægt að gera annað en að allir átti sig á því að þetta voru mikil mistök.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert