Orkuútrásin og Fl Group

00:00
00:00

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, varði Reykja­vík Energy In­vest á sín­um tíma og harmaði að ekki skyldi hafa orðið af út­rás Orku­veit­unn­ar og einkaaðila. Þessi áform eru núna kom­in í nýtt ljós.

Hann seg­ir að ekki hafi verið hægt að sjá á sín­um tíma að Fl Group hafi haft svona mikla hags­muni í mál­inu og væru að skipta sér að samn­ing­um eins og síðar hafi komið í ljós í skýrslu nefnd­ar und­ir for­ystu Svandís­ar Svavars­dótt­ur. Þá hafi auk þess komið upp  kauprétt­ar­samn­ing­ar og ann­ars sem hafi eyðilagt þetta end­an­lega.

Össur vill ekki taka svo djúpt í ár­inni að segja að of­ur­styrk­ir Sjálf­stæðis­flokks­ins frá FL Group og Lands­bank­an­um veki upp spurn­ing­ar um mút­ur. Hann seg­ir þó sjálfsagt að menn leiti af sér all­an grun.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra er hins­veg­ar ómyrk­ari í máli og seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hljóti að sjá sér hag í því að fá allt upp á borðið sem teng­ist REI, sam­skipti, fund­ar­gerðir,  tölvu­pósta og síðast en ekki síst greiðslur til manna í próf­kjör­um.

Aðkoma FL Group hafi strax vakið at­hygli og sam­hengi máls­ins sé orðið tor­tryggi­legt aft­ur vegna of­ur­styrkja Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þarna séu ann­ar­leg hags­muna­tengsl og það þurfi að hreinsa burt þessa ljótu arf­leifð þessa sjúka ástands sem hér hafi verið.  Hann seg­ir að aðrir flokk­ar hefðu bet­ur tekið sér VG til fyr­ir­mynd­ar sem alla tíð hefði sett sér sín­ar eig­in regl­ur of haft allt sitt bók­hald opið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert