Samfylking stærst í Reykjavík norður

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist 22% í Reykja­vík norður sam­kvæmt nýrri könn­un, sem Capacent Gallup hef­ur gert fyr­ir Rík­is­út­varpið og Morg­un­blaðið. Í kosn­ing­un­um 2007 fékk flokk­ur­inn 36% at­kvæða í kjör­dæm­inu en í könn­un, sem Capacent gerði á fylgi flokk­anna á landsvísu í lok mars, mæld­ist fylgi Sjálf­stæðis­flokks 21,7% í kjör­dæm­inu.

Þá er Borg­ara­hreyf­ing­in kom­in upp fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í kjör­dæm­inu.  

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 34,3% í Reykja­vík norður sam­kvæmt nýju könn­un­inni, sem gerð var yfir pásk­ana eða dag­ana 8.-13. apríl. Fylgið mæld­ist 30,6% í kjör­dæm­inu í könn­un­inni í lok mars. Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fær 29,1% nú en mæld­ist með 32,9% í mars. Sjálf­stæðis­flokk­ur  fær 22% eins og áður seg­ir, Borg­ara­hreyf­ing­in 8,1% en var með 5% í mars, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 5,3% en var með 6,5% í mars, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 1,1% og Lýðræðis­hreyf­ing­in 0,2%.  

Sam­kvæmt þessu fær Sam­fylk­ing­in 4 kjör­dæma­kjörna þing­menn, VG 3 og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 2.  Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kemst ekki á þing, sam­kvæmt þessu. Borg­ara­hreyf­ing­in er næst því að koma inn manni í kjör­dæm­inu, Þrá­inn Bertels­son, þá á kostnað fjórða manns­ins á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Tvö upp­bót­arþing­sæti eru að auki í kjör­dæm­inu.

65,4% þeirra, sem tóku af­stöðu í könn­un­inni, sögðust styðja rík­is­stjórn­ina.

Um var að ræða net- og síma­könn­un. Úrtakið í net­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr viðhorfa­hópi Capacent Gallup en úr­takið í síma­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Heild­ar­úr­taks­stærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 60,5%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert