Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að sjálfstæðismönnum hafi tekist að koma í veg fyrir að ákvæði um stjórnlagaþing yrði sett inn í stjórnarskránna. Málið er því úr sögunni í bili. Um önnur ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins er ósamið, að sögn Sivjar.
Siv segir það mikil vonbrigði að málið hafi ekki náð í gegn. Sjálfstæðismenn hafi beitt sér af mikilli hörku í málinu en vonandi myndu kjósendur líta til þess að það hafi verið Framsóknarflokkurinn sem vildi að lýðræðislega kjörið stjórnlagaþing myndi undirbúa drög að nýrri stjórnarskrá.