Stjórnlagaþingið út af borðinu

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að sjálfstæðismönnum hafi tekist að koma í veg fyrir að ákvæði um stjórnlagaþing yrði sett inn í stjórnarskránna. Málið er því úr sögunni í bili. Um önnur ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins er ósamið, að sögn Sivjar.

Siv segir það mikil vonbrigði að málið hafi ekki náð í gegn. Sjálfstæðismenn hafi beitt sér af mikilli hörku í málinu en vonandi myndu kjósendur líta til þess að það hafi verið Framsóknarflokkurinn sem vildi að lýðræðislega kjörið stjórnlagaþing myndi undirbúa drög að nýrri stjórnarskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka