Tvöföld atkvæðagreiðsla „slæmur kostur“

Afstaða Vinstri grænna og Samfylkingarinnar gagnvart aðild að ESB er …
Afstaða Vinstri grænna og Samfylkingarinnar gagnvart aðild að ESB er ólík. Ekki hafa fengist skýr svör hvað muni gerast í Evrópumálum nái flokkarnir að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar. mbl.is/Golli

„Mér þætti það slæm­ur kost­ur,“ sagði Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurður út í það á borg­ar­a­fundi í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í kvöld hvort hann væri til í tvö­falda at­kvæðagreiðslu um Evr­ópu­sam­bandsaðild.

„Við hljót­um að vera til viðræðu um alla hluti. En mér finnst ákaf­lega skrít­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla um samn­ing sem eng­inn veit hver er,“ sagði hann enn­frem­ur, en fund­ur­inn var sýnd­ur í beinni út­send­ingu í Sjón­varp­inu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, var þá spurð út í það hvort VG ótt­ist ekki að stjón­ar­sam­starf við Sam­fylk­ing­una verði sjálf­hætt kom­ist Evr­ópu­mál­in ekki á dag­skrá. En vísað var til um­mæla sem Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lét falla í viðtali við RÚV í des­em­ber sl. um sam­starf Sjálf­stæðis­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þ.e. að því yrði sjáfhætt myndu sjálf­stæðis­menn ekki end­ur­skoða af­stöðu sína gagn­vart ESB.

„Fyrst þarf reynd­ar að kjósa og þegar menn setj­ast niður að lokn­um kosn­ing­um, ef það verða þess­ir tveir flokk­ar, þá hef ég trú á því að fleira sam­eini en sundri,“ sagði Katrín og vísaði þá aðallega til sam­eig­in­legra vel­ferðar­mála flokk­anna tveggja.

Spurð út í tvö­falda at­kvæðagreiðslu sagði Katrín: „Þetta er hug­mynd sem var telft fram af okk­ur [...] þannig að aug­ljós­lega kem­ur hún til greina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert