Var í beinu sambandi við bankastjóra

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Ómar Óskarsson

Heimildir Morgunblaðsins herma að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi verið í beinu sambandi við Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, eftir styrk FL Group og tilkynnt honum um upphæðina, 30 milljónir. Sigurjón hafi þá veitt 25 milljóna styrk til viðbótar við þær 5 sem þegar höfðu gengið til flokksins til að jafna styrk FL Group, eins og hann hafði áður heitið.

Guðlaugur Þór neitar þessu sjálfur alfarið í samtali við blaðið. „Þetta er bara ekki rétt. Það sem er rétt í þessu er að Sigurjón, sem ég er búinn að þekkja frá Háskólanum og við tölum reglulega saman, hringdi í mig upp á spítala til að kanna hvernig ég hefði það. En þá fór ég líka yfir það með honum, af því að það var annar aðili, eins og komið hefur fram, búinn að hafa samband við hann út af styrk, að það væri eitthvað sem ég ræddi ekki og kæmi ekkert að,“ segir Guðlaugur.

„Ég hef aldrei þrætt fyrir það að vera í sambandi við Sigurjón Þ. Árnason, en ef ég hefði haft áhuga á að gera það vegna styrks þá hefði ég bara haft samband beint við Sigurjón, það hefði verið mjög einfalt fyrir mig.“ Guðlaugur segist ganga lengra en nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi áður gert með því að óska eftir óháðri rannsókn á aðkomu Ríkisendurskoðunar á sínum málum. „Þær ásakanir sem eru í gangi eru þess eðlis að það væri mjög alvarlegt ef þær væru réttar, en ég kvíði ekki niðurstöðum slíkrar skoðunar.“

Vill úttekt á eigin störfum

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson alþingismaður hefur ákveðið að óska eftir því að Ríkisendurskoðun taki út störf hans fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þann tíma sem hann var stjórnarformaður fyrirtækisins.

Í tilkynningu sem Guðlaugur sendi frá sér í gærkvöldi segir að beiðni hans komi að gefnu tilefni: „Óvönduð umræða og dylgjur um mín störf eru óþolandi og virðast þjóna þeim eina tilgangi að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. Ég tel mikilvægt að hið sanna komi í ljós og óvilhallur aðili taki út störf mín og skili niðurstöðu sem fyrst,“ segir hann.

Í hnotskurn
» Styrkir til Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks námu alls 140,4 milljónum árið 2006
» Flestir þessara styrkja bárust til flokkanna á síðari hluta ársins 2006, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka