Var í beinu sambandi við bankastjóra

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Ómar Óskarsson

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son hafi verið í beinu sam­bandi við Sig­ur­jón Þ. Árna­son, þáver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, eft­ir styrk FL Group og til­kynnt hon­um um upp­hæðina, 30 millj­ón­ir. Sig­ur­jón hafi þá veitt 25 millj­óna styrk til viðbót­ar við þær 5 sem þegar höfðu gengið til flokks­ins til að jafna styrk FL Group, eins og hann hafði áður heitið.

Guðlaug­ur Þór neit­ar þessu sjálf­ur al­farið í sam­tali við blaðið. „Þetta er bara ekki rétt. Það sem er rétt í þessu er að Sig­ur­jón, sem ég er bú­inn að þekkja frá Há­skól­an­um og við töl­um reglu­lega sam­an, hringdi í mig upp á spít­ala til að kanna hvernig ég hefði það. En þá fór ég líka yfir það með hon­um, af því að það var ann­ar aðili, eins og komið hef­ur fram, bú­inn að hafa sam­band við hann út af styrk, að það væri eitt­hvað sem ég ræddi ekki og kæmi ekk­ert að,“ seg­ir Guðlaug­ur.

„Ég hef aldrei þrætt fyr­ir það að vera í sam­bandi við Sig­ur­jón Þ. Árna­son, en ef ég hefði haft áhuga á að gera það vegna styrks þá hefði ég bara haft sam­band beint við Sig­ur­jón, það hefði verið mjög ein­falt fyr­ir mig.“ Guðlaug­ur seg­ist ganga lengra en nokk­ur ís­lensk­ur stjórn­mála­maður hafi áður gert með því að óska eft­ir óháðri rann­sókn á aðkomu Rík­is­end­ur­skoðunar á sín­um mál­um. „Þær ásak­an­ir sem eru í gangi eru þess eðlis að það væri mjög al­var­legt ef þær væru rétt­ar, en ég kvíði ekki niður­stöðum slíkr­ar skoðunar.“

Vill út­tekt á eig­in störf­um

Í til­kynn­ingu sem Guðlaug­ur sendi frá sér í gær­kvöldi seg­ir að beiðni hans komi að gefnu til­efni: „Óvönduð umræða og dylgj­ur um mín störf eru óþolandi og virðast þjóna þeim eina til­gangi að koma höggi á Sjálf­stæðis­flokk­inn í aðdrag­anda kosn­inga. Ég tel mik­il­vægt að hið sanna komi í ljós og óvil­hall­ur aðili taki út störf mín og skili niður­stöðu sem fyrst,“ seg­ir hann.

Í hnot­skurn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert