Vill að Kolbrún víki sæti

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. mbl.is/Þorkell

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra er vanhæf til að fjalla um breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fyrri ummæla sinna um málið. Ætti hún því að sjá sóma sinn í því að víkja sæti í málinu.

Þetta segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hyggst ásamt þingmönnunum Kjartani Ólafssyni og Jóni Gunnarssyni kalla umhverfisráðherra til fundar við umhverfisnefnd Alþingis vegna málsins.

Áhyggjur Eyglóar af hlutleysi ráðherra byggjast einnig á því að ráðuneytið hafi sent sveitarstjórninni bréf í mars þar sem sagt var að í ljósi athugasemda hefði ráðuneytið til skoðunar hvort synja ætti um heimild til breytingar á aðalskipulaginu. Í bréfinu var meðal annars vísað til athugasemda sem komu frá Atla Gíslasyni, samflokksmanni Kolbrúnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert