Enn ósamið um þinglok

00:00
00:00

Enn er ósamið um þinglok. Von­ast var eft­ir því að mál­in skýrist eft­ir þing­flokks­fundi sem voru síðdeg­is eða í kvöld.  Þær radd­ir heyr­ast meðal þing­manna að fresta beri öll­um mál­um enda stutt í kosn­ing­ar og ágrein­ing­ur um hvað sé brýnt og hvað ekki.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði þó  fyr­ir þing­flokks­fund síðdeg­is að það væri ekki krafa sjálf­stæðismanna, þeir vildu greiða fyr­ir fram­gan­hi  nokk­urra mála á dag­skránni, svo sem frum­varpi um hækk­un vaxta­bóta.

Guðlaug­ur Þór þórðar­son var ekki á þing­flokks­fundi Sjálf­stæðismanna, að minnsta kosti ekki á fyrri hluta hans, en hann mun hafa verið á kosn­inga­fundi. Bjarni Bene­dikts­son seg­ir of­ur­styrkja­mál­inu lokið og ekki standi til að opna bók­hald ein­stakra fram­bjóðenda í  próf­kjör­um í fram­haldi af um­mæl­um Svandís­ar Svavars­dótt­ur sem taldi málið vekja upp spurn­ing­ar um mút­ur.

Bjarni seg­ir að það komi ekki til greina að þeir sem séu í fram­boði fyr­ir aðra flokka bendi með vísi­fingri á ein­staka fram­bjóðend­ur í Sjálf­stæðis­flokkn­um og krefj­ist þess að þeir komi með sitt upp á borð. Það gildi lög um þessa hluti sem Sjálf­stæðis­menn hafi staðið að því að setja og flokk­ur­inn ætli sér að fram­fylgja þeim.

Bjarni sagði að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son yrði áfram í þing­flokkn­um. Aðspurður um hvort full­ar sætt­ir hefðu náðst við hann svaraði Bjarni: „Ég hef ekki verið í nein­um ágrein­ingi við hann."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert