Katrín Jakobsdóttir oddviti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík norður, sagði á borgarafundi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í gærkvöldi, að lykilatriði í atvinnumálum væri að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Sagðist hún frekar vilja að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð frekar en að störfum hjá ríkinu verði fækkað.
Katrín sagði ljóst, að ástandið verði mjög erfitt næstu 2-3 árin að minnsta kosti. „Ég vil frekar að reyna að fá fólk til að taka þátt í þessu saman, taka á þessu saman og taka á sig launalækkun, eins og þegar hefur verið gert að stórum hluta í einkageiranum og eins og verður líklega gert í opinbera geiranum og tryggja þannig, að atvinnustig haldist," sagði Katrín.